Færsluflokkur: Bloggar

Upphafið

Upphafið að þessari Benz maníu má rekja langt aftur í tímann. Enn þetta eintak sem ég á í dag keypti ég snemma árs 1998. Um það leiti var ég að hætta á sjó í eyjum og ætlaði að fara í bæinn og læra. Það var ætlunin að keyra hann um sumarið og leggja honum svo þar til ég ætti tækifæri á að koma honum í boðlegt ástand. Það var ekki fyrr enn haustið 2006 sem ég sótti hann í geymsluna sem ég hafði haft hann í síðan haustið 1998. Honum var ekið inn á verkstæði hjá Birgi í Bílverk B.Á. á Selfossi og ætlaði hann að skoða hann og meta ástandið sem hann var í. Ég ætlaði að láta það eiga sig að gera hann upp ef það væri mikið sem þyrfti að gera (hvað kallar maður svo mikið?)

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband